Reykjavík eftirbátur minni sveitarfélaga í mikilvægum málum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. september 2019 11:37 Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar fram hin svokölluðu heimsmarkmið. Þau fela í sér að stefna skal að því að gera heiminn að betri stað fyrir árið 2030 með því að vinna að sautján tilgreindum markmiðum, m.a. að útrýma fátækt, útrýma hungri, tryggja öllum menntun og tryggja jafnrétti kynjanna. Í febrúar síðastliðinn lagði Flokkur fólksins fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur þess efnis að Reykjavíkurborg innleiddi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti og að hugað yrði sérstaklega að innleiðingu þeirra í leik- og grunnskóla. Þessi tillaga var felld með atkvæðum meirihluta borgarstjórnar. Rökstuðningur meirihlutans fyrir að fella tillöguna var sá að slík innleiðing væri ekki praktísk samhliða innleiðingu menntastefnunnar. Aðrir hafa þó sýnt betra fordæmi. Nýlega ákvað Kópavogur að innleiða heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna í stefnu sína. Það sem er ekki praktískt í Reykjavík vefst því ekki fyrir þeim í Kópavogi. Felst vandi meirihluta borgarstjórnar mögulega í því að það sé ekki praktískt að samþykkja tillögur sem minnihlutinn leggur til? Reykjavík ætlar greinilega ekki að taka forystu í innleiðingu heimsmarkmiðanna en nú er kominn tími til að fylgja fordæmi Kópavogs og endurskoða þessa tillögu í ljósi þess að sambærileg tillaga var þar innleidd án vandræða. Látum ekki flokkspólitík koma í veg fyrir uppbyggilegt starf í þágu framtíðarinnar. Innleiðum heimsmarkmiðin í leik- og grunnskólastarf Reykjavíkur.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar fram hin svokölluðu heimsmarkmið. Þau fela í sér að stefna skal að því að gera heiminn að betri stað fyrir árið 2030 með því að vinna að sautján tilgreindum markmiðum, m.a. að útrýma fátækt, útrýma hungri, tryggja öllum menntun og tryggja jafnrétti kynjanna. Í febrúar síðastliðinn lagði Flokkur fólksins fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur þess efnis að Reykjavíkurborg innleiddi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti og að hugað yrði sérstaklega að innleiðingu þeirra í leik- og grunnskóla. Þessi tillaga var felld með atkvæðum meirihluta borgarstjórnar. Rökstuðningur meirihlutans fyrir að fella tillöguna var sá að slík innleiðing væri ekki praktísk samhliða innleiðingu menntastefnunnar. Aðrir hafa þó sýnt betra fordæmi. Nýlega ákvað Kópavogur að innleiða heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna í stefnu sína. Það sem er ekki praktískt í Reykjavík vefst því ekki fyrir þeim í Kópavogi. Felst vandi meirihluta borgarstjórnar mögulega í því að það sé ekki praktískt að samþykkja tillögur sem minnihlutinn leggur til? Reykjavík ætlar greinilega ekki að taka forystu í innleiðingu heimsmarkmiðanna en nú er kominn tími til að fylgja fordæmi Kópavogs og endurskoða þessa tillögu í ljósi þess að sambærileg tillaga var þar innleidd án vandræða. Látum ekki flokkspólitík koma í veg fyrir uppbyggilegt starf í þágu framtíðarinnar. Innleiðum heimsmarkmiðin í leik- og grunnskólastarf Reykjavíkur.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar