Almannatengsl í þágu þjóðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Sunna Karen Sigurþórsdóttir Þjóðkirkjan Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar