Almannatengsl í þágu þjóðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Sunna Karen Sigurþórsdóttir Þjóðkirkjan Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. Enginn er maður með mönnum nema með að minnsta kosti einn upplýsingafulltrúa sér við hlið. Þannig voru fjórir blaðafulltrúar á hvern blaðamann í Bandaríkjunum árið 2012 og í fyrra voru þeir orðnir sex. Sama staða er uppi í Bretlandi þar sem um þrjú þúsund manns starfa við upplýsingagjöf með einum eða öðrum hætti fyrir ríkisstjórnina þar í landi. Þótt engin sérstök greining hafi farið fram hér á landi er ekki ólíklegt að svipað sé upp á teningnum hér. Tregða stofnana við að upplýsa um brýn mál er orðin að sérstakri meinsemd í íslensku samfélagi. Oft þurfa blaðamenn að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðunnar til að veita sjálfsagðar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa svo að ráðstafa tíma og fjármunum sem víða eru ekki til, til þess að stofna til málareksturs í þeim tilgangi að nálgast upplýsingar sem klárlega eiga erindi við almenning. Upplýsingalög voru sett árið 1996 og síðar breytt árið 2012 með það að markmiði að styrkja möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, styrkja fjölmiðla og almenning til að veita stjórnvöldum aðhald og styrkja möguleika fjölmiðla á að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þrátt fyrir það hefur upplýsingaflæði ekkert aukist, nema síður sé. Það heyrir til undantekninga að fá viðtöl við opinbera starfsmenn vandkvæðalaust, því helst vilja þeir allir fá spurningarnar skriflegar, vitaskuld í gegnum fjölmiðlafulltrúann, sem reynir að ákveða hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki. Samhliða þessu hrúgast inn mál á borð úrskurðarnefndar upplýsingamála, svo mjög að það getur tekið allt að ár að fá úrskurð frá nefndinni. Þessi þróun er áhugaverð og enn áhugaverðara er að fylgjast með afstöðu stofnana hverju sinni, eftir því hvaða PR-maður er við stjórnvölinn. Það kom til að mynda nýverið í ljós þegar ákveðin stofnun sem kennir sig við samkennd, en fer nú líklega að verða þekktust fyrir að kveða kynferðisbrot í kútinn, sýndi loks samkennd þegar hún sendi fjölmiðlum óumbeðna yfirlýsingu þar sem hún sagðist iðrast gjörða sinna og baðst afsökunar á að hafa ekki hlustað á fimm konur sem kærðu sóknarprest fyrir kynferðisbrot árið 2017. Skemmst er frá því að segja að nýr samskiptastjóri tók til starfa hjá stofnuninni í síðasta mánuði. Vonandi er kirkjan að læra, en sennilega er nýr talsmaður farinn að leggja hæstráðendum línurnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun