Skessan veldur usla í Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. september 2019 15:30 Á 90 ára afmælisári FH er horft björtum augum til framtíðar en Skessan verður tekin í notkun von bráðar. Fréttablaðið/Valli Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira