Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:34 Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Getty/Kena Betancur Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta. Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, hélt erindi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann sagði að ríkisstjórnin áskilja sér þeim rétti til að verja landið, verði umræddar hersveitir ekki fluttar á brott. Bandaríkin og Tyrkland ræða nú myndun öryggissvæðis við landamæri Sýrlands og Tyrklands, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, Sýrlandsmegin. Þeir eru studdir af Bandaríkjunum og samkomulagið snýst um að þar haldi sig í fimm til fjórtán kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Al-Moallem sagði viðræðurnar til marks um hroka ríkjanna og að forsvarsmenn þeirra séu að koma fram við Sýrland eins og þeirra eigin ríki. Þá sagði hann að ríkisstjórn Assad myndi aldrei samþykkja slíkt samkomulag. Um þúsund bandarískir hermenn eru nú staddir í Sýrlandi og snýst markmið þeirra að mestu um að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.AP fréttaveitan segir ummæli al-Moallem ítreka hve erfitt verður að ná sátt í Sýrlandi eftir um átta ára stríðsátök, dauða rúmlega 400 þúsunda manna og flótta milljóna. Átökin hafa laðað erlenda heri og þúsundir erlendra vígamanna.Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í vikunni að búið væri að mynda nefnd sem myndi skrifa drög að nýrri stjórnarskrá Sýrlands og á hún að koma fyrst saman í lok október. Þeirri vinnu á svo að ljúka með „frjálsum og sanngjörnum“ kosningum í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Myndun nefndarinnar var í raun samþykkt í janúar 2018 en í millitíðinni hafa deilur staðið yfir um hverja eigi að skipa í nefndina. Hún verður skipuð af 50 aðilum frá ríkisstjórn Assad, 50 aðilum frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar og 50 sérfræðingum, leiðtogum ættbálka og konum, svo einhverjir séu nefndir, en sá hluti nefndarinnar var skipaður af Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tyrkland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira