Ólöf og Heiða komnar í hár saman Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 11:31 Ólöf hæðist að frómum áformum um vændislausa skemmtistaði en Heiða Björk sakar hana um þekkingarleysi á vandamálinu. Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi. Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi.
Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00
Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36