Frakkland hafnaði í 3.sæti Heimsmeistarakeppninnar í körfubolta og tryggði sér bronsið með því að leggja Ástralíu að velli í Peking í morgun.
Ástralir byrjuðu reyndar mun betur og höfðu níu stiga forystu í hálfleik, 30-21. Í þriðja leikhluta unnu Frakkar sig hins vegar betur inn í leikinn og þeir tóku svo algjörlega yfir leikinn í fjórða leikhluta.
Fór að lokum svo að Frakkland vann átta stiga sigur, 67-59 en fjórði leikhluti fór 25-13 fyrir Frökkum.
Nando De Colo átti góða innkomu af bekk Frakkanna og skilaði 19 stigum sem gerir hann að stigahæsta manni leiksins en Evan Fournier skoraði 16 stig. Stigahæstur Ástrala var Joe Ingles með 17 stig.
Frakkar tryggðu sér bronsið með góðri endurkomu
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn