Spánverjar eru heimsmeistarar í körfubolta eftir að hafa kafsiglt Argentínumönnum í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í Peking í Kína í dag.
Spánn tók frumkvæðið snemma leiks og leiddi með níu stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-23. Það var algjörlega það sem koma skildi því Spánverjar voru mun betri aðilinn allan leikinn.
Fór að lokum svo að Spánverjar unnu öruggan 20 stiga sigur, 95-75 og eru því verðskuldaðir heimsmeistarar.
Ricky Rubio var stigahæstur í liði Spánverja með 20 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst. Marc Gasol var sömuleiðis atkvæðamikill með 14 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Gabriel Deck var stigahæstur Argentínumanna með 24 stig.
