Demókratar pressa á Trump vegna skotvopnalöggjafar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 20:43 Chuck Schumer og Nancy Pelosi vilja tryggja að bakgrunnsathuganir nái um alla skotvopnakaupendur. Vísir/Getty Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48
Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33