Ríkisstjóri New York vill banna bragðbætta rafrettuvökva Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 23:19 Andrew Cuomo, ríkistjóri New York. Vísir/AP Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57