Bandaríski grínistinn Kevin Hart slasaðist í umferðarslysi í Kaliforníu fyrr í dag.
Greint er frá þessu á vef TMZ en þar kemur fram að Hart var á ferð á Mullholand-veginum í Malibu þegar áreksturinn átti sér stað. Hart var farþegi í Plymouth Barracuda sem hafnaði utan vegar eftir að bílstjórinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur niður upphlaðinn vegkantinn.
Á vef TMZ eru birtar myndir og myndbönd af vettvangi slyssins en þar má sjá bílinn nokkuð mikið skemmdan. Auk Harts voru tveir til viðbótar í bílnum. Er ökumaðurinn sagður hafa slasast alvarlega.
