Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. september 2019 18:16 Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09