Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 12:13 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Nemenov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam. Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam.
Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira