Móðurhlutverkið sameinaði þær Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Hanna Björk og Anna Rún fjalla um undraheim Snorra í myndinni Kaf. Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira