Móðurhlutverkið sameinaði þær Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Hanna Björk og Anna Rún fjalla um undraheim Snorra í myndinni Kaf. Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Það er auðvitað óvanalegt að á bak við eina heimildarmynd séu þrír leikstjórar, en það á sér sína skýringu,“ segir Hanna Björk Valsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Hún og Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður, tvær af konunum á bak við heimildarmyndina Kaf, sem var frumsýnd í Bíói Paradís í vikunni, ræða um ferlið við gerð myndarinnar sem þær gerðu ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni. „Það var ágætt að Anna Rún og Elín eru ekki úr kvikmyndageiranum. Þótt í rauninni sé ekki mikill munur á því að vera í myndlist og kvikmyndum. En ég gerði mér kannski betur grein fyrir því hvað við vorum að fara út í. Það gera sér nefnilega fæstir grein fyrir því hvað það fylgir mikil vinna heimildarmyndagerð og hún tekur tíma. Efnið þarf að mótast og meltast, og þetta er mjög langt ferli,“ segir Hanna Björk. „Það voru barneignir sem sameinuðu okkur fyrir nokkrum árum, við vorum í mömmuklúbbi, mömmujóga og í ungbarnasundi og reynslan af því að vera hjá Snorra situr enn í mér sjö árum seinna. Þetta er svo stór upplifun,“ segir Anna Rún um tengslin á milli þeirra og upphaf verksins.Snorri Magnússon með kornungan og duglegan nemanda í lófum sér.„Við vildum sem mæður og listamenn fjalla um þennan sérstaka tíma, þar sem foreldrar helga sig því verkefni að kynnast nýrri mannveru og vera til staðar fyrir hana. Þetta er dýrmætur tími og ungbarnasundið, sem við höfum allar reynslu af, hreyfði við okkur. Við vildum kanna áhrifin á þessa samveru og nánd og það sem gerist í lífi barna og foreldra á þessum tíma. Hvað er það er sem gerir samveru með barninu þínu í nánd við aðra foreldra mikilvæga. Þetta er svo gjöfult, það er einhver elexír í loftinu í lauginni hjá Snorra og maður kemur alltaf glaður upp úr henni,“ segir hún. Þær ræddu við fræðimenn um aðferðir Snorra og það sem á sér stað á milli foreldra og barna þeirra í lauginni. „Við ræddum til dæmis við Colwyn Trevarthen, prófessor í sálfræði barna og sálfræðilegri líffræði, Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, og Sæunni Kjartansdóttur frá Miðstöð foreldra og barna. Við þurftum svolítið að kafa ofan í starfið frá sjónarhóli fræðimanna og það var virkilega áhugavert að sjá þeirra viðbrögð. Þeim fannst þetta svo merkilegt,“ segir Hanna Björk. Anna Rún tekur undir. „Colwyn hefur starfað í þessum bransa í fjörutíu ár og fannst stórmerkilegt að fjögurra mánaða gamalt barn gæti staðið óstutt í lófa. Honum fannst starf Snorra svo magnað að hann bætti bókarkafla um hann í nýja bók sína. Sæunn talaði hins vegar um að henni fyndist ekki skipta öllu máli hvort barn geti staðið í lófa eða farið í kollhnís. Henni fannst gleði og stolt foreldranna og viðbrögð barnsins við foreldrum sínum vera það mikilvægasta. Ungbarnasundið hjálpi foreldrum að mynda tengsl við börnin sín í ögrandi og örvandi umhverfi.“Klippa: KAF - sýnishorn
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira