Brown endaði í Patriots eftir rússibanareið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2019 11:00 Antonio Brown er skælbrosandi flesta daga. Vísir/Getty Á föstudag baðst NFL-leikmaðurinn Antonio Brown liðsfélaga sína í Oakland Raiders innilega afsökunar á framferði sínu daginn áður, þegar hann hnakkreifst við framkvæmdastjórann Mike Mayock. Rúmum sólarhringi síðar var hann orðinn leikmaður Super Bowl-meistaranna í New England Patriots. Það sem þarna býr að baki er lygileg atburðarrás sem er tíunduð hér að neðan. En niðurstaðan er sú að Brown er komið í margfalt meistaralið Patriots sem enn og aftur virðist líklegt til afreka í vetur. Nýtt keppnistímabil í NFL-deildinni hófst aðfaranótt fimmtudags en flest lið spila í dag - þeirra á meðal Patriots sem mætir einmitt Pittsburgh Steelers, liðinu sem Brown yfirgaf eftir síðasta tímabil.Brown er skrautlegur fýr. Hér er hann með NBA-stjörnunni Steph Curry.GettyBrown lenti í útistöðum við þjálfara og stjórnendur Steelers á síðustu leiktíð, skrópaði á æfingu daginn fyrir síðasta og mikilvægasta leik tímabilsins. Hann spilaði ekki í umræddum leik og átti ekki afturkvæmt. Brown spilar þó ekki í kvöld en hann verður ekki löglegur með Patriots fyrr en á morgun. Eins og fjallað hefur verið um á íþróttavef Vísis hefur gengið á ýmsu á undirbúningstímabilinu hjá Oakland Raiders og stjörnuleikmanninum Antonio Brown, sem gekk í raðir ræningjanna í Oakland í mars. Í fyrstu virtist allt í blóma. Raiders gekk skelfilega á síðustu leiktíð, þeirri fyrstu hjá þjálfaranum Jon Gruden sem hafði tekið margar umdeildar ákvarðanir í leikmannamálm liðsins. Allra helst að leyfa varnartröllinu Khalil Mack að fara til Chicago Bears. En koma Brown færði stuðningsmönnum Raiders bjartsýni um að betri tíð væri í vændum. Brown virtist tilbúinn í að gefa allt sitt til nýja liðsins. Æfingabúðir liðanna í NFL-deildinni hófust seint í júlí eftir sumarfrí. En fljótlega fóru að berast furðufréttir úr herbúðum æfingabúðum Oakland, sér í lagi af fótum Brown sem hafði fengið svæsin kalsár um mitt sumar í sólinni í Kaliforníu. Í ljós kom að hann hafði verið með rangan skóbúnað í kælifklefa sem íþróttamenn nota í endurheimt eftir leiki og æfingar.Fætur Brown voru ítrekað á milli tannanna á fólki í sumar.GettyÞað var fjallað um allt saman í Hard Knocks þáttaröðinni frá HBO, sem einnig var sýnd á Stöð 2 Sport (lokaþátturinn var sýndur á föstudagskvöldið). En fótamálið gleymdist fljótlega þegar Brown neitaði að skipta út gömlum og úreldum hjálmi sínum á æfingum Raiders. Hjálmurinn sem Brown hafði notað allan sinn feril var nefnilega ólöglegur samkvæmt nýjum reglum NFL-deildarinnar um öryggi leikmanna. Það gekk á ýmsu í hjálmamálum Brown. Hann auglýsti eftir gömlum en löglegum hjálmum á samfélagsmiðlum, sendi tvær kvartanir til NFL-deildarinnar og skrópaði ítrekað á æfingar. Um tíma virtist enginn í þjálfaraliði Raiders vita hvar í veröldinni Brown væri staddur. Svo fann Brown hjálm sem hann vildi nota og loksins virtist allt með felldu. Það var stutt í fyrsta leik en Brown virtist klár í slaginn.Á meðan allt lék í lyndi - Brown með Mike Mayock.GettyÁ miðvikudag byrjaði svo aftur að berast furðufréttir af Brown. Í þetta sinn birti hann á Instragram-síðu sinni mynd af bréfi sem Mayock, framkvæmdastjóri Raiders, sendi honum þar sem fram kom að félagið hafði sektað hann fyrir að missa af æfingum. Þennan sama dag mætti hann á æfingasvæði Raiders, þar sem hann hnakkreifst við Mayock og hótaði honum ofbeldi. Félagið brást við því næsta dag með því að setja hann í bann. Á föstudag mætti Brown aftur á æfingasvæðið, í þetta sinn til að biðjast afsökunar. Það gerði hann á liðsfundi, með stuðningi fyrirliða Raiders, og bæði Gruden og Mayock tóku honum opnum örmum. Allt var fyrirgefið og átti Brown að fá að spila fyrsta leik tímabilsins með Raiders. Svo rann gærdagurinn upp. Hann hófst með fréttum af því að Raiders hafði sektað Brown um 215 þúsund Bandaríkjadala fyrir hegðun sína. Með sektinni varð ljóst að Brown hefði brotið ákvæði í samningi sínum sem gerði að verkum að grunnlaun hans voru ekki lengur tryggð. Það er engin smá upphæð - 30 milljónir dollara. Þetta fór illa í Brown sem birti færslu á Instagram þar sem hann bað einfaldlega Raiders um að rifta samningi hans við félagið. Það var svo gert stuttu síðar. View this post on InstagramAnd that’s fine ! I have worked my whole life to prove that the system is blind to see talent like mines.Now that everyone sees it, they want me to conform to that same system that has failed me all those years. “I’m not mad at anyone. I’m just asking for the freedom to prove them all wrong.” Release me @raiders #NOMore #theyputblindersonahorseforareason #NoMoreFake A post shared by Boomin (@ab) on Sep 7, 2019 at 6:02am PDT Fáeinum klukkustundum síðar bárust enn ný tíðindi af Brown - hann var búinn að semja við New England Patriots. Samningurinn var til eins árs með tryggðum grunnlaunum að upphæð níu milljónum dollara. Ef hann spilar allt tímabilið og nær ákveðnum markmiðum fær hann sex milljónir til viðbótar í vasann.Brady er væntanlega spenntur fyrir nýjum liðsfélaga.GettyÞað er rétt að taka fram að það sem er tíundað hér fyrir ofan er aðeins það helsta sem drifið hefur á daga Brown síðan hann gekk í raðir Oakland Raiders. Ýmislegt annað hefur gengið á, til að mynda málsókn frá kokki og afskipti lögreglu eftir að Brown kastaði húsgögnum út um glugga. En ekkert því breytir þeirri staðreynd að Antonio Brown er nú orðinn leikmaður New England Patriots og mun framvegis grípa sendingar frá Tom Brady - það er að segja ef ekkert breytist á næstu viku. Sóknarlið Patriots er nú orðin ógnvekjandi. Í útherjasveit liðsins eru einnig Julian Edelman og Josh Gordon og í hlaupaleiknum er Sony Michel líklegur til afreka. Innherjinn Rob Gronkowski hætti reyndar eftir síðasta tímabil en hver veit nema að hann taki fram hjálminn á nýjan leik nú þegar sókn Patriots er enn og aftur orðin ein sú allra besta í deildinni. Stöð 2 Sport 2 sýnir beint frá tveimur leikjum í NFL-deildinni í kvöld. Viðureign Kansas City Chiefs og Jacksonville Jaguars hefst klukkan 17.00 en að honum loknum, klukkan 20.20, byrjar leikur Dallas Cowboys og New York Giants. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Brown við tíðindum af því að hann væri laus allra mála hjá Raiders. NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira
Á föstudag baðst NFL-leikmaðurinn Antonio Brown liðsfélaga sína í Oakland Raiders innilega afsökunar á framferði sínu daginn áður, þegar hann hnakkreifst við framkvæmdastjórann Mike Mayock. Rúmum sólarhringi síðar var hann orðinn leikmaður Super Bowl-meistaranna í New England Patriots. Það sem þarna býr að baki er lygileg atburðarrás sem er tíunduð hér að neðan. En niðurstaðan er sú að Brown er komið í margfalt meistaralið Patriots sem enn og aftur virðist líklegt til afreka í vetur. Nýtt keppnistímabil í NFL-deildinni hófst aðfaranótt fimmtudags en flest lið spila í dag - þeirra á meðal Patriots sem mætir einmitt Pittsburgh Steelers, liðinu sem Brown yfirgaf eftir síðasta tímabil.Brown er skrautlegur fýr. Hér er hann með NBA-stjörnunni Steph Curry.GettyBrown lenti í útistöðum við þjálfara og stjórnendur Steelers á síðustu leiktíð, skrópaði á æfingu daginn fyrir síðasta og mikilvægasta leik tímabilsins. Hann spilaði ekki í umræddum leik og átti ekki afturkvæmt. Brown spilar þó ekki í kvöld en hann verður ekki löglegur með Patriots fyrr en á morgun. Eins og fjallað hefur verið um á íþróttavef Vísis hefur gengið á ýmsu á undirbúningstímabilinu hjá Oakland Raiders og stjörnuleikmanninum Antonio Brown, sem gekk í raðir ræningjanna í Oakland í mars. Í fyrstu virtist allt í blóma. Raiders gekk skelfilega á síðustu leiktíð, þeirri fyrstu hjá þjálfaranum Jon Gruden sem hafði tekið margar umdeildar ákvarðanir í leikmannamálm liðsins. Allra helst að leyfa varnartröllinu Khalil Mack að fara til Chicago Bears. En koma Brown færði stuðningsmönnum Raiders bjartsýni um að betri tíð væri í vændum. Brown virtist tilbúinn í að gefa allt sitt til nýja liðsins. Æfingabúðir liðanna í NFL-deildinni hófust seint í júlí eftir sumarfrí. En fljótlega fóru að berast furðufréttir úr herbúðum æfingabúðum Oakland, sér í lagi af fótum Brown sem hafði fengið svæsin kalsár um mitt sumar í sólinni í Kaliforníu. Í ljós kom að hann hafði verið með rangan skóbúnað í kælifklefa sem íþróttamenn nota í endurheimt eftir leiki og æfingar.Fætur Brown voru ítrekað á milli tannanna á fólki í sumar.GettyÞað var fjallað um allt saman í Hard Knocks þáttaröðinni frá HBO, sem einnig var sýnd á Stöð 2 Sport (lokaþátturinn var sýndur á föstudagskvöldið). En fótamálið gleymdist fljótlega þegar Brown neitaði að skipta út gömlum og úreldum hjálmi sínum á æfingum Raiders. Hjálmurinn sem Brown hafði notað allan sinn feril var nefnilega ólöglegur samkvæmt nýjum reglum NFL-deildarinnar um öryggi leikmanna. Það gekk á ýmsu í hjálmamálum Brown. Hann auglýsti eftir gömlum en löglegum hjálmum á samfélagsmiðlum, sendi tvær kvartanir til NFL-deildarinnar og skrópaði ítrekað á æfingar. Um tíma virtist enginn í þjálfaraliði Raiders vita hvar í veröldinni Brown væri staddur. Svo fann Brown hjálm sem hann vildi nota og loksins virtist allt með felldu. Það var stutt í fyrsta leik en Brown virtist klár í slaginn.Á meðan allt lék í lyndi - Brown með Mike Mayock.GettyÁ miðvikudag byrjaði svo aftur að berast furðufréttir af Brown. Í þetta sinn birti hann á Instragram-síðu sinni mynd af bréfi sem Mayock, framkvæmdastjóri Raiders, sendi honum þar sem fram kom að félagið hafði sektað hann fyrir að missa af æfingum. Þennan sama dag mætti hann á æfingasvæði Raiders, þar sem hann hnakkreifst við Mayock og hótaði honum ofbeldi. Félagið brást við því næsta dag með því að setja hann í bann. Á föstudag mætti Brown aftur á æfingasvæðið, í þetta sinn til að biðjast afsökunar. Það gerði hann á liðsfundi, með stuðningi fyrirliða Raiders, og bæði Gruden og Mayock tóku honum opnum örmum. Allt var fyrirgefið og átti Brown að fá að spila fyrsta leik tímabilsins með Raiders. Svo rann gærdagurinn upp. Hann hófst með fréttum af því að Raiders hafði sektað Brown um 215 þúsund Bandaríkjadala fyrir hegðun sína. Með sektinni varð ljóst að Brown hefði brotið ákvæði í samningi sínum sem gerði að verkum að grunnlaun hans voru ekki lengur tryggð. Það er engin smá upphæð - 30 milljónir dollara. Þetta fór illa í Brown sem birti færslu á Instagram þar sem hann bað einfaldlega Raiders um að rifta samningi hans við félagið. Það var svo gert stuttu síðar. View this post on InstagramAnd that’s fine ! I have worked my whole life to prove that the system is blind to see talent like mines.Now that everyone sees it, they want me to conform to that same system that has failed me all those years. “I’m not mad at anyone. I’m just asking for the freedom to prove them all wrong.” Release me @raiders #NOMore #theyputblindersonahorseforareason #NoMoreFake A post shared by Boomin (@ab) on Sep 7, 2019 at 6:02am PDT Fáeinum klukkustundum síðar bárust enn ný tíðindi af Brown - hann var búinn að semja við New England Patriots. Samningurinn var til eins árs með tryggðum grunnlaunum að upphæð níu milljónum dollara. Ef hann spilar allt tímabilið og nær ákveðnum markmiðum fær hann sex milljónir til viðbótar í vasann.Brady er væntanlega spenntur fyrir nýjum liðsfélaga.GettyÞað er rétt að taka fram að það sem er tíundað hér fyrir ofan er aðeins það helsta sem drifið hefur á daga Brown síðan hann gekk í raðir Oakland Raiders. Ýmislegt annað hefur gengið á, til að mynda málsókn frá kokki og afskipti lögreglu eftir að Brown kastaði húsgögnum út um glugga. En ekkert því breytir þeirri staðreynd að Antonio Brown er nú orðinn leikmaður New England Patriots og mun framvegis grípa sendingar frá Tom Brady - það er að segja ef ekkert breytist á næstu viku. Sóknarlið Patriots er nú orðin ógnvekjandi. Í útherjasveit liðsins eru einnig Julian Edelman og Josh Gordon og í hlaupaleiknum er Sony Michel líklegur til afreka. Innherjinn Rob Gronkowski hætti reyndar eftir síðasta tímabil en hver veit nema að hann taki fram hjálminn á nýjan leik nú þegar sókn Patriots er enn og aftur orðin ein sú allra besta í deildinni. Stöð 2 Sport 2 sýnir beint frá tveimur leikjum í NFL-deildinni í kvöld. Viðureign Kansas City Chiefs og Jacksonville Jaguars hefst klukkan 17.00 en að honum loknum, klukkan 20.20, byrjar leikur Dallas Cowboys og New York Giants. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Brown við tíðindum af því að hann væri laus allra mála hjá Raiders.
NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Sjá meira