Innlent

Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há

Andri Eysteinsson skrifar
Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt.
Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt.
Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. RÚV greinir frá.

Keppnin fór fram í strandborginni Tel Aviv í Ísrael í maí síðastliðnum. Mikið umtal skapaðist hér á landi um réttmæti þess að taka þátt í keppni í Ísrael í ljósi málefna Palestínu. Voru meðlimir Hatara hvattir til þess að sniðganga keppnina, rétt eins og áhorfendur hér heima.

Hatari steig þó á svið í tvígang í Tel Aviv, í undanriðli og svo í úrslitum. Að loknum úrslitunum þegar stigagjöf fór fram drógu meðlimir sveitarinnar upp klúta merktum með fána og nafni Palestínu. Öryggisgæsla vatt sér fljótt upp að íslenska hópnum og gerði klútana upptæka.

Að sögn Rúnars Freys hefur ekki komið til tals að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision 2020 sem fram fer í Rotterdam í Hollandi, eins og sumir hefðu óttast og aðrir hefðu óskað eftir. Atvikið vakti hörð viðbrögð til að mynda í Ísrael.

Rúnar segir þá enn frekar að komi til þess að sektir verði lagðar á RÚV verði sektarfjárhæðin ekki há.


Tengdar fréttir

Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp.

Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara

Aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló telur Eurovision ekki hafa verið réttan vettvang fyrir Hatara til þess að tjá pólitískar skoðanir sínar. Hann segir sendiráðið trúa á tjáningarfrelsið og ekki eiga í vandræðum með gagnrýni Hatar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×