Katrín - Merkel - Pence Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun