Orkupakkinn á Íslandi og fréttir frá Belgíu Sigurður Páll Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Síðan þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi hefur mikill tími farið í að ræða þann fyrirvara sem ríkisstjórnin segist ætla að setja á innleiðinguna. Með fyrirvaranum verða reglugerðir orkupakkans innleiddar en gildistöku hluta þeirra frestað, þ.e. þeirra sem gætu farið á svig við stjórnarskrána. Þótt það megi vissulega deila um hvort slíkur fyrirvari hafi eitthvert gildi þá má jafnframt benda á að innleiðingin er ekki eins og hún á að vera og því má búast við að Eftirlitsstofnun EFTA hafi eitthvað út á það að setja. Í þessu samhengi er rétt að skoða nýlegar fréttir af þeirri málsókn sem á sér stað gegn stjórnvöldum í Belgíu. Ástæðan fyrir því að þessi málsókn er áhugaverð er sú að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðar málið og hún gerir það sökum þess hvernig stjórnvöld þar í landi stóðu að innleiðingu þriðja orkupakkans. Framkvæmdastjórnin segir sem sagt að innleiðingin á tveimur af reglugerðum í orkupakkanum (2009/72/EB og 2009/73/EB) hafi ekki verið framkvæmd á réttan hátt. Þrátt fyrir þessa miklu samsvörun milli þessara tveggja atburða, ófullnægjandi innleiðingu á þriðja orkupakkanum á Íslandi sem og í Belgíu, þá virðist ríkisstjórnin harla róleg. Það má segja að það veki furðu því nú hefur hver lögspekingurinn á fætur öðrum bent á hversu hættuleg braut þetta sé. Ekki einvörðungu í ljósi þess að einhliða fyrirvari af Íslands hálfu sé gagnslaus og því sé ekki hægt að koma í veg fyrir sæstreng eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur, heldur leikum við okkur einnig að eldinum varðandi innleiðinguna og getum átt von á samningsbrotamáli gegn Íslandi og að öllum líkindum skaðabótamáli. Nú þætti mér fróðlegt að fá frekari upplýsingar um hvort ríkisstjórnin hafi látið leggja mat á hverjar skaðabæturnar yrðu ef svo illa vill til að sótt verði samningsbrotamál gegn landinu eftir þá hálfkáks innleiðingu sem nú er lagt upp með. Hefur það ef til vill ekki verið kannað? Það er ábyrgðarhluti að stjórna heilu landi og vissulega er mikilvægt að setja á sig bæði belti og axlabönd, sérstaklega þegar kemur að háum fjárhæðum sem Ríkissjóður Íslands gæti þurft að standa straum af. Því er ég hissa á þessu öllu saman. Ég er hissa á því að ríkisstjórnin loki eyrunum gagnvart efasemdaröddum úr samfélaginu, löglærðum og sérfróðum, í stað þess að kanna málin ofan í kjölinn og tryggja að ekki sé lagt af stað í háskaför. Við verðum auðvitað að geta treyst stjórnvöldum landsins en miðað við það sem á undan er gengið þá er ekki laust við að efasemdirnar séu byrjaðar að naga mann því erfitt getur reynst að spá fyrir um hvað sé fram undan. Það versta er að ég er ekki viss um að ríkisstjórnin viti það heldur.Höfundur er alþingismaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Páll Jónsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Síðan þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi hefur mikill tími farið í að ræða þann fyrirvara sem ríkisstjórnin segist ætla að setja á innleiðinguna. Með fyrirvaranum verða reglugerðir orkupakkans innleiddar en gildistöku hluta þeirra frestað, þ.e. þeirra sem gætu farið á svig við stjórnarskrána. Þótt það megi vissulega deila um hvort slíkur fyrirvari hafi eitthvert gildi þá má jafnframt benda á að innleiðingin er ekki eins og hún á að vera og því má búast við að Eftirlitsstofnun EFTA hafi eitthvað út á það að setja. Í þessu samhengi er rétt að skoða nýlegar fréttir af þeirri málsókn sem á sér stað gegn stjórnvöldum í Belgíu. Ástæðan fyrir því að þessi málsókn er áhugaverð er sú að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðar málið og hún gerir það sökum þess hvernig stjórnvöld þar í landi stóðu að innleiðingu þriðja orkupakkans. Framkvæmdastjórnin segir sem sagt að innleiðingin á tveimur af reglugerðum í orkupakkanum (2009/72/EB og 2009/73/EB) hafi ekki verið framkvæmd á réttan hátt. Þrátt fyrir þessa miklu samsvörun milli þessara tveggja atburða, ófullnægjandi innleiðingu á þriðja orkupakkanum á Íslandi sem og í Belgíu, þá virðist ríkisstjórnin harla róleg. Það má segja að það veki furðu því nú hefur hver lögspekingurinn á fætur öðrum bent á hversu hættuleg braut þetta sé. Ekki einvörðungu í ljósi þess að einhliða fyrirvari af Íslands hálfu sé gagnslaus og því sé ekki hægt að koma í veg fyrir sæstreng eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur, heldur leikum við okkur einnig að eldinum varðandi innleiðinguna og getum átt von á samningsbrotamáli gegn Íslandi og að öllum líkindum skaðabótamáli. Nú þætti mér fróðlegt að fá frekari upplýsingar um hvort ríkisstjórnin hafi látið leggja mat á hverjar skaðabæturnar yrðu ef svo illa vill til að sótt verði samningsbrotamál gegn landinu eftir þá hálfkáks innleiðingu sem nú er lagt upp með. Hefur það ef til vill ekki verið kannað? Það er ábyrgðarhluti að stjórna heilu landi og vissulega er mikilvægt að setja á sig bæði belti og axlabönd, sérstaklega þegar kemur að háum fjárhæðum sem Ríkissjóður Íslands gæti þurft að standa straum af. Því er ég hissa á þessu öllu saman. Ég er hissa á því að ríkisstjórnin loki eyrunum gagnvart efasemdaröddum úr samfélaginu, löglærðum og sérfróðum, í stað þess að kanna málin ofan í kjölinn og tryggja að ekki sé lagt af stað í háskaför. Við verðum auðvitað að geta treyst stjórnvöldum landsins en miðað við það sem á undan er gengið þá er ekki laust við að efasemdirnar séu byrjaðar að naga mann því erfitt getur reynst að spá fyrir um hvað sé fram undan. Það versta er að ég er ekki viss um að ríkisstjórnin viti það heldur.Höfundur er alþingismaður Miðflokksins
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun