Fjölskyldum á flótta sem fara yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í leyfisleysi gæti verið haldið í haldi landamærayfirvalda til frambúðar samkvæmt nýrri löggjöf sem Bandaríkjastjórn hefur kynnt. BBC greinir frá.
Löggjöfin fellir úr gildi samþykkt sem setti ákveðin tímamörk á hversu lengi landamærayfirvöld mega halda börnum og ungmennum, sem gripin hafa verið á leið yfir landamærin, í sínu haldi. Starfandi heimavarnaráðherra (Homeland Security) Bandaríkjanna, Kevin McAleenan kynnti löggjöfina í dag.
Búist er við því að látið verði reyna á lögin fyrir dómstólum. Munu dómstólar þá ákvarða hvort að lögin standist stjórnarskrá ellegar falla þau úr gildi.
Á blaðamannafundinum sagði McAleenan að löggjöfin stuðli að því að hægt verði að tryggja að börn í haldi landamærayfirvalda fái réttlátari meðferð og verði sýnd meiri virðing.
„Ríkisstjórnin hefur sett fram nýja reglugerð sem gerir Heimavarnaráðuneytinu kleift að halda fjölskyldum sameinuðum og að auka heilindi stofnunarinnar.
