Swansea keyrði yfir Birmingham í seinni hálfleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Borja Baston í baráttunni í dag.
Borja Baston í baráttunni í dag. vísir/getty
Swansea fékk Birmingham í heimsókn í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag en bæði lið höfðu byrjað mótið nokkuð vel og var því búist við hörkuslag.

Fyrri hálfleikur var markalus en fjör fór að færast í leikana eftir ríflega klukkutíma leik.

Kyle Naughton kom Swansea á bragðið á 63.mínútu og Bersant Celina tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Spænski sóknarmaðurinn Borja Baston gerði svo endanlega út um leikinn á 75.mínútu.

3-0 sigur Swansea staðreynd og er liðið enn taplaust eftir fyrstu fimm umferðir deildairnnar. Svanirnir hafa 13 stig og sitja í 2.sæti deildarinnar á lakari markatölu en topplið Leeds sem er sömuleiðis með 13 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira