Amorim kom í leikhús draumanna sem leikmaður Braga í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í október árið 2012 eða fyrir tólf árum síðan.
Braga mætti þá á Old Trafford og komst í 2-0 áður en Manchester United svaraði með þremur mörkum og tryggði sér 3-2 sigur. Amorim lék sem vinstri kantmaður í leiknum.
Knattspyrnustjóri United á þessum tíma var Sir Alex Ferguson.
Portúglska sjónvarpsstöðin J9 Studio klippti saman myndbrot úr leiknum frá útsendingu hennar á sinum tíma. Þar má sjá allt sem Amorim gerði í leiknum auk markanna sem voru skoruð.
Myndbandið birti stöðin á Youtube síðu sinni undir nafninu: Dagurinn þegar Rúben Amorim spilaði á móti Man. Utd árið 2012.
Myndbandið er hér fyrir neðan. Amorim spilar í treyju númer fimm.