Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2019 10:22 Vinsældir rafrettna hafa aukist gífurlega undanfarin ár. Vísir/GEtty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“ Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00
Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30
San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04
Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20