Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2019 10:22 Vinsældir rafrettna hafa aukist gífurlega undanfarin ár. Vísir/GEtty Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“ Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns yfir öll Bandaríkin. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. Á undanförnum mánuðum hafa komið upp tilfelli um öll Bandaríkin þar sem fólk fer að finna fyrir einkennum óþekkts lungnasjúkdóms eftir rafrettunotkun. Tengsl milli sjúkdómsins og rafrettnanna hafa ekki verið staðfest en um 193 möguleg tilfelli er að ræða í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúklingarnir eru á aldrinum 17 til 38 ára. Sóttvarnarlæknir í Bandaríkjunum segir það sorgleg tíðindi að fyrsta dauðsfallið af völdum þessa dularfulla sjúkdóms, sem megi rekja til rafrettunotkunar, sé orðið að veruleika. Dauðsfallið undirstriki þær hættur sem fylgi notkun rafrettna.Tilfellin komu upp yfir tveggja mánaða tímabil Rannsókn lungnasjúkdómsins hófst í júnímánuði í ár og eru 193 tilfelli til skoðunar. Í sumum tilfellanna hafa einstaklingarnir sagst hafa notað rafrettuvökva sem inniheldur THC, virka efnið í kannabis. Það eigi þó ekki við um öll tilfellin. Dr. Brian King, læknir hjá Embætti sóttvarnarlæknis í Bandaríkjunum, hefur varað við því að fólk telji rafrettur skaðlausar. Það sé ekki búið að sýna fram á að gufan sem úr þeim kemur sé skaðlaus og það megi vel vera að fleiri tilfelli hafi komið upp áður en rannsókn á einkennunum hófst en læknar hafi ekki komið auga á tengslin við rafrettunotkun. „Það er búið greina mörg skaðleg efni, til að mynda örsmáar málmagnir og efni á borð við blý og önnur krabbameinsvaldandi efni,“ er haft eftir King í frétt BBC um málið. Hann nefnir einnig efnið díasetýl, sem er sett í rafrettuvökva til þess að gefa vökvanum „smjörkennt“ bragð, og er talið valda alvarlegum sjúkdómum í öndunarfærum.Læknir segir það ekki vera sannað að rafrettuvökvar séu skaðlausir.Vísir/GettyNokkrir leitað á bráðamóttöku hér á landi með loftbrjóst eftir notkun Fyrr á þessu ári leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttöku vegna brjóstverkja eftir að hafa notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og mátti greinilega sjá loftrönd í kringum hjartað á sneiðmynd. Úlfar Thoroddsen læknir benti á að ekki væri búið að rannsaka öll efni í rafrettuvökvanum en í vetur leituðu fimm manns á bráðamóttöku með loftbrjóst eftir rafrettunotkun og þurfti inngrip lækna til þess að hleypa lofti út. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Úlfur sagði það vekja upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar.“
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00 Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30 San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Rafrettulög hafa tekið gildi Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars. 4. mars 2019 07:00
Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. 5. júní 2019 19:30
San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04
Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann. 7. febrúar 2019 08:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent