Ert þú með vinnuna í vasanum? Hrannar Már Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2019 07:00 Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun