Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 13:36 Trump Bandaríkjaforseti básúnaði samsæriskenningu um dauða Epstein til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. Engin rök eru að baki henni. Vísir/EPA Frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fordæma Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa dreift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina. Epstein, sem var sakaður um mansal og kynferðisbrot, fannst látinn í klefa sínum á laugardag. Fjöldi samsæriskenninga um dauða Epstein hafa farið á flug síðustu daga. Epstein átti marga auðuga og valdamikla vini, þar á meðal Clinton og Trump sjálfan. Hann var handtekinn í síðasta mánuði og ákærður fyrir mansal á unglingsstúlkum á Flórída og í New York. Hann er talinn hafa svipt sig lífi í fangelsinu. Trump forseti, sem haslaði sér völl í stjórnmálum með rasískri samsæriskenningu um að Barack Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og því ólögmætur forseti, var einn þeirra sem dreifði samsæriskenningu um dauða Epstein á netinu um helgina. Áframtísti forsetinn hægrisinnuðum grínista sem dró í efa að Epstein hefði í raun svipt sig lífi. Hélt grínistinn því fram að Epstein hefði „haft upplýsingar um Clinton og nú er hann dauður“. „Við vitum hver gerði þetta,“ sagði grínistinn Terrence K. Williams og hvatti fylgjendur sína til að áframtísta ef þetta „kæmi þeim ekki á óvart“. Með fylgdi mynd af bæði Bill og Hillary Clinton.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 „Mjög hættulegur forseti“ Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði áframtíst Trump enn eitt dæmið um að hann notaði opinbert embætti sitt til að ráðast á andstæðinga sína með rakalausum samsæriskenningum. Það væri tilraun forsetans til að dreifa athyglinni frá skotárás í El Paso fyrir rúmri viku sem hann hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á með hatrammri orðræðu gegn innflytjendum og hælisleitendum, að því er segir í frétt Reuters. „Hann er að skipta um umræðuefni og ef við leyfum honum að gera það getum við aldrei einbeitt okkur að raunverulegu vandamálunum sem hann er hluti af,“ sagði O‘Rourke við CNN í gær. Í svipaðan streng tók Cory Booker, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey og frambjóðandi í forvalinu. Sagði hann áframtíst Trump „enn meiri glannaskap“ af hálfu forsetans. „Hann gefur ekki aðeins samsæriskenningum líf heldur æsir fólk virkilega upp í reiði og verra gegn ólíku fólki í þessu landi,“ sagði Booker. „Við höfum sé að lífi fólks er ógnað vegna þess að þessi forseti æsir til haturs. Þetta er mjög hættulegur forseti sem við höfum núna,“ sagði hann ennfremur. Alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið rannsaka nú dauða Epstein. Andlát hans hefur vakið upp spurningar um eftirlit í fangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein fannst meðvitunarlaus á gólfi klefa síns með áverka á hálsi í síðasta mánuði. Það atvik var rannsakaða sem sjálfsvígstilraun. Engu að síður var hætt að fylgjast sérstaklega með honum vegna sjálfsvígshættu þegar hann fannst látinn á laugardag. „Dauði herra Epstein vekur upp alvarlegar spurningar sem verður að svara,“ sagði William Barr, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu á laugardag.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APRakalausar kenningar gegn Clinton og Trump á Twitter Auk samsæriskenninganna um Clinton og Obama sakaði Trump föður Teds Cruz, mótherja síns í forvali repúblikana árið 2016, um að hafa átt þátt í morðinu á John F. Kennedy forseta. Cruz fordæmdi Trump þá sem lygara. Samsæriskenningarnar um dauða Epstein hafa ekki aðeins verið bundnar við meinta aðild Clinton. Á samfélagsmiðlinum Twitter fór myllumerkið „Trump tala látinna“, að því er virðist sem svar við eldra myllumerk „Clinton tala látinna“, á flug. Þeir sem þar tísta virðast sannfærðir um að gögn úr máli Epstein eigi eftir að bendla Trump við glæpi hans. Engar vísbendingar styðja samsæriskenningarnar um meinta aðild Trump annars vegar eða Clinton hins vegar að andlátinu. Fleiri stjórnmálamenn hafa einnig gefið samsæriskenningum um dauða Epstein undir fótinn. Þannig sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York og frambjóðandi í forvali demókrata, að andlát Epstein væri „of hentugt“ og krafðist rannsóknar á því. „Það sem mörg okkar viljum vita er: hvað vissi hann? Hversu margir aðrir milljóna- og milljarðamæringar voru hluti af því ólöglega athæfi sem hann stundaði?“ sagði de Blasio. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fordæma Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafa dreift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina. Epstein, sem var sakaður um mansal og kynferðisbrot, fannst látinn í klefa sínum á laugardag. Fjöldi samsæriskenninga um dauða Epstein hafa farið á flug síðustu daga. Epstein átti marga auðuga og valdamikla vini, þar á meðal Clinton og Trump sjálfan. Hann var handtekinn í síðasta mánuði og ákærður fyrir mansal á unglingsstúlkum á Flórída og í New York. Hann er talinn hafa svipt sig lífi í fangelsinu. Trump forseti, sem haslaði sér völl í stjórnmálum með rasískri samsæriskenningu um að Barack Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og því ólögmætur forseti, var einn þeirra sem dreifði samsæriskenningu um dauða Epstein á netinu um helgina. Áframtísti forsetinn hægrisinnuðum grínista sem dró í efa að Epstein hefði í raun svipt sig lífi. Hélt grínistinn því fram að Epstein hefði „haft upplýsingar um Clinton og nú er hann dauður“. „Við vitum hver gerði þetta,“ sagði grínistinn Terrence K. Williams og hvatti fylgjendur sína til að áframtísta ef þetta „kæmi þeim ekki á óvart“. Með fylgdi mynd af bæði Bill og Hillary Clinton.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 „Mjög hættulegur forseti“ Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði áframtíst Trump enn eitt dæmið um að hann notaði opinbert embætti sitt til að ráðast á andstæðinga sína með rakalausum samsæriskenningum. Það væri tilraun forsetans til að dreifa athyglinni frá skotárás í El Paso fyrir rúmri viku sem hann hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á með hatrammri orðræðu gegn innflytjendum og hælisleitendum, að því er segir í frétt Reuters. „Hann er að skipta um umræðuefni og ef við leyfum honum að gera það getum við aldrei einbeitt okkur að raunverulegu vandamálunum sem hann er hluti af,“ sagði O‘Rourke við CNN í gær. Í svipaðan streng tók Cory Booker, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey og frambjóðandi í forvalinu. Sagði hann áframtíst Trump „enn meiri glannaskap“ af hálfu forsetans. „Hann gefur ekki aðeins samsæriskenningum líf heldur æsir fólk virkilega upp í reiði og verra gegn ólíku fólki í þessu landi,“ sagði Booker. „Við höfum sé að lífi fólks er ógnað vegna þess að þessi forseti æsir til haturs. Þetta er mjög hættulegur forseti sem við höfum núna,“ sagði hann ennfremur. Alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið rannsaka nú dauða Epstein. Andlát hans hefur vakið upp spurningar um eftirlit í fangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein fannst meðvitunarlaus á gólfi klefa síns með áverka á hálsi í síðasta mánuði. Það atvik var rannsakaða sem sjálfsvígstilraun. Engu að síður var hætt að fylgjast sérstaklega með honum vegna sjálfsvígshættu þegar hann fannst látinn á laugardag. „Dauði herra Epstein vekur upp alvarlegar spurningar sem verður að svara,“ sagði William Barr, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu á laugardag.Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.Vísir/APRakalausar kenningar gegn Clinton og Trump á Twitter Auk samsæriskenninganna um Clinton og Obama sakaði Trump föður Teds Cruz, mótherja síns í forvali repúblikana árið 2016, um að hafa átt þátt í morðinu á John F. Kennedy forseta. Cruz fordæmdi Trump þá sem lygara. Samsæriskenningarnar um dauða Epstein hafa ekki aðeins verið bundnar við meinta aðild Clinton. Á samfélagsmiðlinum Twitter fór myllumerkið „Trump tala látinna“, að því er virðist sem svar við eldra myllumerk „Clinton tala látinna“, á flug. Þeir sem þar tísta virðast sannfærðir um að gögn úr máli Epstein eigi eftir að bendla Trump við glæpi hans. Engar vísbendingar styðja samsæriskenningarnar um meinta aðild Trump annars vegar eða Clinton hins vegar að andlátinu. Fleiri stjórnmálamenn hafa einnig gefið samsæriskenningum um dauða Epstein undir fótinn. Þannig sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York og frambjóðandi í forvali demókrata, að andlát Epstein væri „of hentugt“ og krafðist rannsóknar á því. „Það sem mörg okkar viljum vita er: hvað vissi hann? Hversu margir aðrir milljóna- og milljarðamæringar voru hluti af því ólöglega athæfi sem hann stundaði?“ sagði de Blasio.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15