Þættirnir innblásnir af Anthony Bourdain Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 10:17 Frá ferð félaganna um Bandaríkin. Instagram Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira