Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 11:41 Crystal Liu fer með aðallhlutverk nýrrar Mulan-endurgerðar. Vísir/Getty Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira