Skólinn okkar – Illa búið að frístund Sævar Reykjalín Sigurðarson skrifar 2. ágúst 2019 10:45 Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Tengdar fréttir Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00 Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59 Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur
Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00
Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun