Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang, þar á meðal sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild.
Lögregla hefur lokað veginum og umferð verið beint um Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður eitthvað áfram vegna rannsóknarvinnu á vettvangi.
Suðurlandsvegur við Rauðhóla lokaður vegna umferðarslyss #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 5, 2019
Fólki er bent á að nýta sér hjáleiðir um Suðurstrandarveg, Bláfjallaveg eða Hafravatnsveg. Þeir sem fara um Hafravatnsveg skulu passa að fylgt sé vegi en ekki slóða en mikið umferðaröngþveiti er á slóða út frá Hafravatnsvegi.
Mikill fjöldi bíla situr fastur eftir að ökumenn fóru um veg sunnan við fangelsið á Hólmsheiði sem reyndist vera lokaður.
Uppfært klukkan 14:32: Búið er að opna fyrir alla umferð á Suðurlandsvegi. Lögregla biður ökumenn um að sýna þolinmæði - búast má við töfum og hægri umferð þegar komið er til borgarinnar.
Fréttin hefur verið uppfærð.

