Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:55 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02