Að setja varalit á þingsályktun Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 6. ágúst 2019 07:00 Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gunnar Dofri Ólafsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun