Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:30 Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Barn sem getið er með tæknifrjóvgun getur ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað sé eftir kyni en þær eru þreyttar á því að vera stöðugt minntar á að þær séu ekki hluti af hinu gagnkynhneigða normi. María Rut og Ingileif gengu í hjónaband á síðasta ári. Í nóvember fóru þær í tæknisæðingu og er Ingileif ófrísk í dag. Hún er því skráð sem móðir barnsins er María Rut fær ekki sama titil í kerfinu. „Ef að ég væri ófrjór karlmaður og við hefðum farið í gegnum sama ferli, það er að segja keypt sæði annars staðar frá og getið barn þannig þá hefði ég sjálfkrafa verið skráður faðir barnsins í fyrsta lagi og hefði ekki þurft að fara í gegnum ákveðna pappírsvinnu sem þarf til þess að ég sé viðurkenndur foreldri. Alveg eins ef ég væri karlmaður og jafn lítið líffræðilega skyld þessu barni og hann þá er hann samt kallaður faðir en ekki foreldri,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í barnalögum kemur fram að maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni sé faðir barns. Staðan er önnur þegar um samkynja hjónaband er að ræða en þar fær kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni ekki að vera móðir barns, heldur foreldri. „En vegna þess að við erum tvær konur, þrátt fyrir það að barn fæðist í okkar hjúskap þá er María ekki með nein tryggð réttindi heldur þarf hún að sækja um þau og ég að samþykkja,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans. Í kerfi fæðingarorlofssjóðs er María titluð faðir barnsins. Þær segja stöðuna leiðinlega. „Mörgum finnst þetta kannski rosa smámál og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að væla yfir en þetta hefur áhrif á mann og minnir mann á að við erum ekki alveg komin þangaðí kerfinu okkar. Mér finnst þetta vera mismunun og eitthvað sem er auðvelt að laga. Ég veit að við búum í samfélagi sem vill vera opið og taka vel á móti fjölskyldum eins og okkur,“ sagði María Rut.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira