Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2025 15:00 Kristín l Pálsdóttir Framkvæmdarstjóri Rótarinnar. Vísir/Bjarni Nýtt húsnæði Konukots mun breyta miklu fyrir konurnar sem þangað sækja að sögn framkvæmdastjóra Rótarinnar. Aðsókn hefur verið yfir meðallagi í haust og húsið stundum yfirfullt. Borgarstjóri opnaði húsnæðið við Ármúla við athöfn í gær. Vonir standa til þess að hægt verði að opna nýtt Konukot sem allra fyrst. Borgarstjóri opnaði húsnæðið í Ármúla í gær við athöfn, en enn á þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum að sögn Kristínar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Rótarinnar, sem rekur Konukot samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Kristín segir að nýtt húsnæði breyti miklu fyrir þær konur sem þangað sækja. „Þetta er miklu betri aðstaða fyrir konurnar að vera með fleiri herbergi. Í gamla Konukoti voru tvö herbergi þar sem sváfu fjórar konur og svo var hinum dreift um húsið. Þannig að núna erum við með fjögur þriggja manna herbergi.“ Konurnar hafi því meira rými auk þess sem aðstaðan sé betri. „Það er lokuð setustofa, sjónvarpsstofa, og líka hægt að sitja í borðstofunni,“ segir Kristín. „Svo verðum við með aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu sem fór af stað hjá okkur í apríl, sem er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.“ Húsnæðið er lokað á milli klukkan tíu og fimm þar sem um neyðarskýli er að ræða. Plássin verða jafn mörg, eða tólf, enda er markmiðið til lengri tíma að minnka þörfina fyrir neyðarskýli. Mikil aðsókn hefur verið í Konukot í haust. „Oft fleiri en tólf konur og við höfum fengið, held ég, allt upp í sextán konur. Þó að við séum ekki með rúm fyrir svo margar, þá erum við með svona lazyboy-stóla og björgum alltaf málinu af því að við vísum aldrei konum frá.“ Á hæðinni fyrir ofan Konukot verður nýtt tímabundið húsnæði sem Reykjavíkurborg mun reka. Þar verða sex pláss og er hugsað til lengri dvalar á meðan konur eru að taka fyrstu skrefin úr heimilisleysi. Það er annað slíka tímabundna húsnæðið sem borgin opnar, en það fyrra var opnað fyrir tveimur árum og er fyrir karla. Kristín telur þurfa fleiri slík úrræði þar sem konur geti verið allan sólarhringinn. „Hér á árum áður var, þá var svolítið horft fram hjá þörfum kvenna. Reykjavíkurborg hefur sett fókus á það að, að hérna, mikilvægi þess að þær séu á öruggum stað. Þær eru oft í erfiðari stöðu en karlarnir,“ segir Kristín. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að opna nýtt Konukot sem allra fyrst. Borgarstjóri opnaði húsnæðið í Ármúla í gær við athöfn, en enn á þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum að sögn Kristínar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Rótarinnar, sem rekur Konukot samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Kristín segir að nýtt húsnæði breyti miklu fyrir þær konur sem þangað sækja. „Þetta er miklu betri aðstaða fyrir konurnar að vera með fleiri herbergi. Í gamla Konukoti voru tvö herbergi þar sem sváfu fjórar konur og svo var hinum dreift um húsið. Þannig að núna erum við með fjögur þriggja manna herbergi.“ Konurnar hafi því meira rými auk þess sem aðstaðan sé betri. „Það er lokuð setustofa, sjónvarpsstofa, og líka hægt að sitja í borðstofunni,“ segir Kristín. „Svo verðum við með aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu sem fór af stað hjá okkur í apríl, sem er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.“ Húsnæðið er lokað á milli klukkan tíu og fimm þar sem um neyðarskýli er að ræða. Plássin verða jafn mörg, eða tólf, enda er markmiðið til lengri tíma að minnka þörfina fyrir neyðarskýli. Mikil aðsókn hefur verið í Konukot í haust. „Oft fleiri en tólf konur og við höfum fengið, held ég, allt upp í sextán konur. Þó að við séum ekki með rúm fyrir svo margar, þá erum við með svona lazyboy-stóla og björgum alltaf málinu af því að við vísum aldrei konum frá.“ Á hæðinni fyrir ofan Konukot verður nýtt tímabundið húsnæði sem Reykjavíkurborg mun reka. Þar verða sex pláss og er hugsað til lengri dvalar á meðan konur eru að taka fyrstu skrefin úr heimilisleysi. Það er annað slíka tímabundna húsnæðið sem borgin opnar, en það fyrra var opnað fyrir tveimur árum og er fyrir karla. Kristín telur þurfa fleiri slík úrræði þar sem konur geti verið allan sólarhringinn. „Hér á árum áður var, þá var svolítið horft fram hjá þörfum kvenna. Reykjavíkurborg hefur sett fókus á það að, að hérna, mikilvægi þess að þær séu á öruggum stað. Þær eru oft í erfiðari stöðu en karlarnir,“ segir Kristín.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira