Neikvæð áhrif Hvalárvirkjunar Ingólfur Bruun skrifar 31. júlí 2019 07:00 Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun