Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 19:15 Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð AÐSEND MYND Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30