NFL-leikmaður missti höndina en er þakklátur fyrir að vera á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:00 Kendrick Norton á sjúkrahúsinu en hann missti vinstri höndina í slysinu. Skjámynd/CBS4 Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan. Bandaríkin NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira
Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan.
Bandaríkin NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira