Vélræn þekkingarsköpun Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun