Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. október 2025 07:00 Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun