Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. október 2025 07:00 Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun