Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar 6. október 2025 16:01 Að undanförnu hefur umræða um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjuskatt, sem fjalla um samsköttun hjóna og sambúðarfólks vakið athygli, samanber Fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig,Grafið undan grunnstoð samfélagsins, Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins, Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili, Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? og Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun?. Sumir vilja meina að verið sé að herja á almennt fjölskyldufólk á meðan aðrir horfa á þetta sem afnám sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Samsköttun er hugtak sem á við um möguleika hjóna eða sambúðarfólks að borga skatt í samræmi við tekjur beggja einstaklinganna í stað þess að vera skattlögð í sitthvoru lagi. Í flestum tilvikum þýðir þetta að einstaklingarnir borga samanlagt minni skatt. Fólk í sambúð má til dæmis samnýta persónuafslátt, sem þýðir að ef tekjulægri einstaklingurinn þénar minna en 200.000 kr. á mánuði að meðaltali þá klárar hann ekki allan persónuafsláttinn og getur því tekjuhærri einstaklingurinn nýtt sér hann í staðinn. Þetta er það ákvæði sem margir hafa nýtt sér og kemur sér vel til dæmis ef annar einstaklingurinn er að vinna og hinn ekki. Þá nýtast laun eins aðila betur til að framfleyta fjölskyldunni. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirhuguð lagabreyting mun ekki fella þetta ákvæði niður. Þess vegna er orðalagið “afnám samsköttunar" misvísandi. Samsköttun mun enn gagnast slíkum pörum vegna samnýtingar á persónuafslætti sama hvaða tekjur viðkomandi er með. Annað ákvæði um hjón/sambúðarfólk segir að tekjuhærri einstaklingurinn megi nýta helminginn af ónotuðu skattþrepi 2 hjá tekjulægri einstaklingnum, en bara ef hann hefur tekjur sem lenda í þriðja skattþrepi. Þetta er ákvæðið sem á að leggja niður. Með öðrum orðum þýðir það að tveir einstaklingar borga 37,99% skatt af tekjum í skattþrepi 3 sem þau þyrftu annars að borga 46,29% af. Með því að nota þessa aðferð þá geta þau fengið allt að 424.855 kr. á ári endurgreitt frá Skattinum. Í dæminu hér að neðan geta hjón flutt 212.563 kr. milli skattþrepa, þessi tilfærsla sparar þeim 17.634 kr. á mánuði sem gerir 212.563 kr. á ári. Hverja mun afnám samsköttunar milli skattþrepa hafa áhrif á? Rúv bendir á fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig. Eitt þeirra er einmitt breytingar á samsköttun. En hverja mun þetta hafa áhrif á? Á vef stjórnarráðsins er reiknivél þar sem þú getur athugað stöðu þína í núverandi kerfi og hvernig hún myndi breytast við fyrirhugaða lagasetningu. Ég hef einnig sett fram þessi gögn myndrænt, á eftirfarandi slóð. Þín staða merkir hvað þú myndir fá endurgreitt frá Skattinum með þessari tilfærsluaðferð. Í tilvikinu á myndinni eru tveir makar með mánaðarlaun upp á 750.000 kr. og 1.100.000 kr. Það sem grafið sýnir er að þessi löggjöf mun aðeins hafa áhrif á hjón eða sambúðarfólk þar sem annar einstaklingurinn hefur meira en 1.325.127 kr. í tekjur á mánuði að meðaltali og hinn minna. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráði eru um 6% einstaklinga sem eiga kost á slíkri samsköttun. Þetta verður flóknara ef við ætlum að áætla nákvæmlega hverjir geta nýtt sér þessa tilfærslu vegna þess að ekki eru til opinber gögn um það hver er giftur hverjum og hver laun þeirra eru. Við getum hins vegar litið á þessa tilfærslu sem réttindi tekjuhærri einstaklings til að borga minni skatt í gegnum maka sinn af tekjum sem ættu að fara í skattþrep 3. Ef við lítum nú aðeins á einstaklinga sem eru í fullri vinnu þá kemur í ljós að hlutfall einstaklinga sem gætu mögulega nýtt sér þessa tilfærslu með launatekjum sínum á milli skattþrepa er mismunandi eftir stéttum. Það sem kemur í ljós þegar litið er á gögn frá úrtaksrannsókn Hagstofu Íslands frá tekjuárinu 2024 er að þessi löggjöf mun hafa mest áhrif á stjórnendur þar sem 50% af þeim geta hugsanlega nýtt sér þessa tilfærslu. Hlutfall iðnaðarfólks sem gæti nýtt sér þessa tilfærslu er 25% og breytingin mun hafa nær engin áhrif á skrifstofufólk, verkafólk og fólk í þjónustu og umönnun. Ef við lítum svo á hlutfall þeirra sem geta mögulega fullnýtt sér þessa tilfærslu, það er að segja að fá 424.855 kr. endurgreitt frá skattinum á ári, þá kemur í ljós að 27% af stjórnendum geta gert það en minna en 8% af öllum öðrum hópum. Það er gott að hafa í huga að þetta er aðeins úrtak og endurspeglar ekki allan vinnumarkað á Íslandi. Áhugasamir geta skoðað tekjusöguna til að fá betri mynd af heildardreifingu. Að lokum Hvort sem þú horfir á þetta sem skattaafslátt eða eðlilegan hluta af skattkerfinu þá er skýrt út frá þessum gögnum að þessi nýja löggjöf mun ekki hafa áhrif á hina almennu fjölskyldu. Þau hjón/sambúðarfólk sem þetta mun hafa raunveruleg áhrif á eru með tekjur hjá einum einstakling sem jafnast á við þreföld lágmarkslaun (VR, Efiling, SA). Ef fólk hefur áhyggjur af hag almennra fjölskyldna í landinu þá er mun áhrifameira að ræða um hækkun persónuafsláttar, þá geta allar fjölskyldur í landinu notið góðs af auknum skattaafslætti. Flestum finnst leiðinlegt að borga skatta og það má deila um það hversu mikla skattprósentu við eigum að borga af laununum okkar. En að mála upp þessa löggjöf sem afnám samsköttunar eða herferð gegn venjulegu fjölskyldufólki er blekkjandi og miðar að safna saman fólki úr millistéttinni til að berjast fyrir hagsmunum einstaklinga í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjuskatt, sem fjalla um samsköttun hjóna og sambúðarfólks vakið athygli, samanber Fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig,Grafið undan grunnstoð samfélagsins, Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins, Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili, Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? og Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun?. Sumir vilja meina að verið sé að herja á almennt fjölskyldufólk á meðan aðrir horfa á þetta sem afnám sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Samsköttun er hugtak sem á við um möguleika hjóna eða sambúðarfólks að borga skatt í samræmi við tekjur beggja einstaklinganna í stað þess að vera skattlögð í sitthvoru lagi. Í flestum tilvikum þýðir þetta að einstaklingarnir borga samanlagt minni skatt. Fólk í sambúð má til dæmis samnýta persónuafslátt, sem þýðir að ef tekjulægri einstaklingurinn þénar minna en 200.000 kr. á mánuði að meðaltali þá klárar hann ekki allan persónuafsláttinn og getur því tekjuhærri einstaklingurinn nýtt sér hann í staðinn. Þetta er það ákvæði sem margir hafa nýtt sér og kemur sér vel til dæmis ef annar einstaklingurinn er að vinna og hinn ekki. Þá nýtast laun eins aðila betur til að framfleyta fjölskyldunni. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirhuguð lagabreyting mun ekki fella þetta ákvæði niður. Þess vegna er orðalagið “afnám samsköttunar" misvísandi. Samsköttun mun enn gagnast slíkum pörum vegna samnýtingar á persónuafslætti sama hvaða tekjur viðkomandi er með. Annað ákvæði um hjón/sambúðarfólk segir að tekjuhærri einstaklingurinn megi nýta helminginn af ónotuðu skattþrepi 2 hjá tekjulægri einstaklingnum, en bara ef hann hefur tekjur sem lenda í þriðja skattþrepi. Þetta er ákvæðið sem á að leggja niður. Með öðrum orðum þýðir það að tveir einstaklingar borga 37,99% skatt af tekjum í skattþrepi 3 sem þau þyrftu annars að borga 46,29% af. Með því að nota þessa aðferð þá geta þau fengið allt að 424.855 kr. á ári endurgreitt frá Skattinum. Í dæminu hér að neðan geta hjón flutt 212.563 kr. milli skattþrepa, þessi tilfærsla sparar þeim 17.634 kr. á mánuði sem gerir 212.563 kr. á ári. Hverja mun afnám samsköttunar milli skattþrepa hafa áhrif á? Rúv bendir á fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig. Eitt þeirra er einmitt breytingar á samsköttun. En hverja mun þetta hafa áhrif á? Á vef stjórnarráðsins er reiknivél þar sem þú getur athugað stöðu þína í núverandi kerfi og hvernig hún myndi breytast við fyrirhugaða lagasetningu. Ég hef einnig sett fram þessi gögn myndrænt, á eftirfarandi slóð. Þín staða merkir hvað þú myndir fá endurgreitt frá Skattinum með þessari tilfærsluaðferð. Í tilvikinu á myndinni eru tveir makar með mánaðarlaun upp á 750.000 kr. og 1.100.000 kr. Það sem grafið sýnir er að þessi löggjöf mun aðeins hafa áhrif á hjón eða sambúðarfólk þar sem annar einstaklingurinn hefur meira en 1.325.127 kr. í tekjur á mánuði að meðaltali og hinn minna. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráði eru um 6% einstaklinga sem eiga kost á slíkri samsköttun. Þetta verður flóknara ef við ætlum að áætla nákvæmlega hverjir geta nýtt sér þessa tilfærslu vegna þess að ekki eru til opinber gögn um það hver er giftur hverjum og hver laun þeirra eru. Við getum hins vegar litið á þessa tilfærslu sem réttindi tekjuhærri einstaklings til að borga minni skatt í gegnum maka sinn af tekjum sem ættu að fara í skattþrep 3. Ef við lítum nú aðeins á einstaklinga sem eru í fullri vinnu þá kemur í ljós að hlutfall einstaklinga sem gætu mögulega nýtt sér þessa tilfærslu með launatekjum sínum á milli skattþrepa er mismunandi eftir stéttum. Það sem kemur í ljós þegar litið er á gögn frá úrtaksrannsókn Hagstofu Íslands frá tekjuárinu 2024 er að þessi löggjöf mun hafa mest áhrif á stjórnendur þar sem 50% af þeim geta hugsanlega nýtt sér þessa tilfærslu. Hlutfall iðnaðarfólks sem gæti nýtt sér þessa tilfærslu er 25% og breytingin mun hafa nær engin áhrif á skrifstofufólk, verkafólk og fólk í þjónustu og umönnun. Ef við lítum svo á hlutfall þeirra sem geta mögulega fullnýtt sér þessa tilfærslu, það er að segja að fá 424.855 kr. endurgreitt frá skattinum á ári, þá kemur í ljós að 27% af stjórnendum geta gert það en minna en 8% af öllum öðrum hópum. Það er gott að hafa í huga að þetta er aðeins úrtak og endurspeglar ekki allan vinnumarkað á Íslandi. Áhugasamir geta skoðað tekjusöguna til að fá betri mynd af heildardreifingu. Að lokum Hvort sem þú horfir á þetta sem skattaafslátt eða eðlilegan hluta af skattkerfinu þá er skýrt út frá þessum gögnum að þessi nýja löggjöf mun ekki hafa áhrif á hina almennu fjölskyldu. Þau hjón/sambúðarfólk sem þetta mun hafa raunveruleg áhrif á eru með tekjur hjá einum einstakling sem jafnast á við þreföld lágmarkslaun (VR, Efiling, SA). Ef fólk hefur áhyggjur af hag almennra fjölskyldna í landinu þá er mun áhrifameira að ræða um hækkun persónuafsláttar, þá geta allar fjölskyldur í landinu notið góðs af auknum skattaafslætti. Flestum finnst leiðinlegt að borga skatta og það má deila um það hversu mikla skattprósentu við eigum að borga af laununum okkar. En að mála upp þessa löggjöf sem afnám samsköttunar eða herferð gegn venjulegu fjölskyldufólki er blekkjandi og miðar að safna saman fólki úr millistéttinni til að berjast fyrir hagsmunum einstaklinga í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Höfundur er stærðfræðingur.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun