Breyta þarf lögum ef dómar MDE eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2019 18:00 Frá dómsuppkvaðningu í Hæstarétti. Hæstiréttur hafnaði endurupptöku sakamáls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í maí síðastliðnum en í því máli lá fyrir áfellisdómur hjá MDE í Strassborg. Þá hafði endurupptökunefnd einnig fallist á beiðni til endurupptöku. Hæstiréttur vísaði til þess að það vantaði skýra lagaheimild. Vísir/Eyþór Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. Tveir dómar voru kveðnir upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu í gær þar sem því var slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með dómum Hæstaréttar í tveimur sakamálum. Styrmir Þór Bragason, sem vann annað þessara mála í Strassborg í gær, hefur þegar upplýst að hann ætli að freista þess að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli sínu en hann var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter-málinu svokallaða. Þeir áfellisdómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Endurupptökunefnd getur leyft að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef einhverju af þeim skilyrðum sem koma fram í 228. gr. laga um meðferð sakamála er fullnægt. Þetta er til dæmis heimilt ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu „verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk“. Einnig ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin“ og ef „verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Sían er tvöföld í þeim skilningi að bæði endurupptökunefnd og síðasta dómstig, Hæstiréttur eða Landsréttur, þurfa að fallast á endurupptökuna.Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands.Kristinn IngvarssonSkýra lagaheimild skortir Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, segir vafa undirorpið að áfellisdómur hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna brots á málsmeðferð leiði til endurupptöku sakamáls enda skorti skýra lagaheimild fyrir slíku. „Lögin veita ekki sjálfkrafa heimild til endurupptöku dæmdra mála í því tilfelli þegar Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að íslensk málsmeðferð hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Það er ekki sjálfkrafa endurupptaka ef slíkur áfellisdómur gengur,“ segir Friðrik Árni. Í nýlegum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 12/2018 sem kveðinn var upp 21. maí síðastliðinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafnaði Hæstiréttur endurupptöku eftir að endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni þeirra en þeir höfðu unnið mál gegn íslenska ríkinu í Strassborg. Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Í íslenskum lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu.“ Friðrik Árni segir að í ljósi þess dóms þurfi að ráðast í lagabreytingu ef ætlunin sé að áfellisdómur vegna brots á málsmeðferð leiði alltaf til endurupptöku. „Í dómnum segir Hæstiréttur einnig, eða lætur að því liggja, að ef það ætti að koma á því kerfi að áfellisdómar Mannréttindadómstólsins veittu sjálfkrafa heimild til endurupptöku íslenskra dómsmála þá þyrfti Alþingi að kveða á um slíkt í formi lagabreytingar,“ segir Friðrik Árni. Þess skal getið að í norsku sakamálögunum (Straffeprosessloven) er sérstakt ákvæði sem heimilar endurupptöku ef alþjóðlegur dómstóll hefur í máli gegn Noregi komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum norska ríkisins en þar undir fellur Mannréttindasáttmáli Evrópu. Dómsmál Dómstólar Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Sjá meira
Breyta þarf lögum ef dómar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna brots á málsmeðferð eigi sjálfkrafa að veita rétt til endurupptöku sakamála hér á landi. Hæstiréttur Íslands hafnaði endurupptöku í nýlegum dómi og vísaði sérstaklega til þess að engin lagaheimild væri til staðar. Tveir dómar voru kveðnir upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu í gær þar sem því var slegið föstu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með dómum Hæstaréttar í tveimur sakamálum. Styrmir Þór Bragason, sem vann annað þessara mála í Strassborg í gær, hefur þegar upplýst að hann ætli að freista þess að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli sínu en hann var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter-málinu svokallaða. Þeir áfellisdómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Endurupptökunefnd getur leyft að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef einhverju af þeim skilyrðum sem koma fram í 228. gr. laga um meðferð sakamála er fullnægt. Þetta er til dæmis heimilt ef fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu „verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk“. Einnig ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin“ og ef „verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Sían er tvöföld í þeim skilningi að bæði endurupptökunefnd og síðasta dómstig, Hæstiréttur eða Landsréttur, þurfa að fallast á endurupptökuna.Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands.Kristinn IngvarssonSkýra lagaheimild skortir Friðrik Árni Friðriksson Hirst, framkvæmdastjóri Lagastofnunar Háskóla Íslands, segir vafa undirorpið að áfellisdómur hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna brots á málsmeðferð leiði til endurupptöku sakamáls enda skorti skýra lagaheimild fyrir slíku. „Lögin veita ekki sjálfkrafa heimild til endurupptöku dæmdra mála í því tilfelli þegar Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið að íslensk málsmeðferð hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Það er ekki sjálfkrafa endurupptaka ef slíkur áfellisdómur gengur,“ segir Friðrik Árni. Í nýlegum dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 12/2018 sem kveðinn var upp 21. maí síðastliðinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hafnaði Hæstiréttur endurupptöku eftir að endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni þeirra en þeir höfðu unnið mál gegn íslenska ríkinu í Strassborg. Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Í íslenskum lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu.“ Friðrik Árni segir að í ljósi þess dóms þurfi að ráðast í lagabreytingu ef ætlunin sé að áfellisdómur vegna brots á málsmeðferð leiði alltaf til endurupptöku. „Í dómnum segir Hæstiréttur einnig, eða lætur að því liggja, að ef það ætti að koma á því kerfi að áfellisdómar Mannréttindadómstólsins veittu sjálfkrafa heimild til endurupptöku íslenskra dómsmála þá þyrfti Alþingi að kveða á um slíkt í formi lagabreytingar,“ segir Friðrik Árni. Þess skal getið að í norsku sakamálögunum (Straffeprosessloven) er sérstakt ákvæði sem heimilar endurupptöku ef alþjóðlegur dómstóll hefur í máli gegn Noregi komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum norska ríkisins en þar undir fellur Mannréttindasáttmáli Evrópu.
Dómsmál Dómstólar Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Sjá meira