Frjálslyndi fyrir hina fáu? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Sumir málsvarar ríkisstjórnarinnar kvarta nú sáran undan því að í almennri umræðu um pólitík er æ sjaldnar sett samasemmerki milli ríkisstjórnarinnar og frjálslyndra hugmynda, en því oftar milli hennar og fortíðar og milli hennar og gæslu sérhagsmuna. Óli Björn Kárason lýsir þessum áhyggjum vel í nýlegri Morgunblaðsgrein. Þær virðast jafnvel þrúgandi þegar hann segir: „Frjálslyndar skoðanir fyrri tíma eru sagðar púkalegar og eigi ekki erindi við samtímann, hvað þá framtíðina.“ Þingmaðurinn nefnir síðan nokkur umkvörtunarefni sem hann telur að sýni villandi hugtakanotkun þeirra sem ekki fylgja ríkisstjórninni að málum.Fyrsta umkvörtun Í fyrstu umkvörtun sinni fjallar þingmaðurinn um stjórnlyndi og segir: „Góðhjartaðir stjórnmálamenn, undir fána hins nýfengna frjálslyndis, leggja verulega á sig að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum. Í hugum þeirra er það lífsnauðsynlegt að „barnfóstran“ sé stöðugt á vaktinni svo almenningur fari sér ekki að voða.“ Mannanafnanefnd er ljómandi gott dæmi um opinbera barnfóstru af því tagi sem þingmaðurinn nefnir. Í vor fengu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tækifæri til þess að greiða atkvæði á Alþingi með því að segja henni upp. Langflestir þeirra greiddu atkvæði á móti. Þeir gátu sem sagt ekki hugsað sér að vera án barnfóstrunnar. Í þessu samhengi segir þingmaðurinn einnig: „Hið nýfengna frjálslyndi kallar á að skattar séu lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyggju enda almenningur stjórn og sinnulaus um eigin velferð og heilbrigði.“ Þetta er skrifað aðeins nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin, sem þingmaðurinn styður í einu og öllu, ákvað að skoða nánar tillögur um sykurskatt á alla mögulega framleiðslu nema þá sem Mjólkursamsalan stendur fyrir. Minnir á fyrri tíma þegar lagður var tollur á allar skóflur, nema flórskóflur. Önnur umkvörtun Í öðru umkvörtunarefni sínu segir þingmaðurinn að frjálslyndi samtímans felist í því að grafa undan krónunni. Það peningakerfi sem þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn eru að verja felur í sér að eigendur stóru útgerðarfyrirtækjanna mega starfa utan krónuhagkerfisins og njóta ávinnings af því. En verkafólkið sem hjá þeim vinnur er bundið í krónuhagkerfinu og þarf að færa þær fórnir sem því fylgja. Ég leyfi mér að efast um að þingmaðurinn trúi því sjálfur að sérhagsmunagæslu af þessu tagi megi tengja við nútímann og frjálslynda hugsun. Jafnvel í fullveldislögunum frá 1918 var ákvæði um aðild Íslands að Norræna myntbandalaginu. Sú aðild var eins og kunnugt er ein af helstu forsendum nýsköpunarbyltingarinnar í sjávarútvegi í byrjun síðustu aldar. Þriðja umkvörtun Þriðja umkvörtunarefni þingmannsins er að stöðugt þyngri álögur á sjávarútveginn séu kappsmál nútímalegs stjórnmálamanns. Fyrir utan hið sjálfsagða að fiskveiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar snýst ágreiningurinn um sjávarútveginn fyrst og fremst um tvennt: Þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn vilja að veiðiréttur útgerðanna sé ótímabundinn en andstæðingarnir að hann sé afmarkaður í tíma. Þingmaðurinn vill að endurgjald útgerðanna felist í viðbótar tekjuskatti en andstæðingarnir vilja að verðmæti veiðiréttarins ráðist á markaði. Hvar er frjálslyndið? Hvar er nútíminn? Fjórða umkvörtun Fjórða umkvörtun þingmannsins er vegna þeirra vandræða sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin eiga í með þriðja orkupakkann. Þingmaðurinn snýr sig út úr því með því að segja: „Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt.“ Einföld afgreiðsla. En hvað ætli það sé í málflutningi andstæðinganna sem þingmaðurinn telur stangast á við fullveldi þjóðarinnar. Jú, það er að þrír flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir fullum stuðningi við tillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. Ég spyr bara í einfeldni minni: Finnst þingmanninum í alvöru að röksemdafærsla af þessu tagi sé frambærileg á 21. öld? Fimmta umkvörtun Í fimmta umkvörtunarefni sínu finnst þingmanninum að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sýni ekki nægjanlegt umburðarlyndi gagnvart öndverðum skoðunum innan hans um þriðja orkupakkann. Sannleikurinn er sá að vegna mikilla átaka innan Sjálfstæðisflokksins gat ríkisstjórnin ekki látið greiða atkvæði um málið fyrr en fullir tveir þingvetur voru liðnir. Þá fyrst og eðlilega var á það bent að álitamál væri hvort klofinn flokkurinn gæti valdið því mikilvæga verkefni í ríkisstjórn að viðhalda EES-samningunum. Sjötta umkvörtun Sjötta umkvörtunarefnið er að þingmanninum finnst að sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna sé eitur í æðum nýfrjálslyndra. Þó að þingmaðurinn tali ekki skýrt um hvað hann meinar með þessu má ætla að hann sé að tala gegn fjölþjóðasamvinnu en fyrir tvíhliða viðskiptasamningum í anda Brexit og Trumps. Flestar þjóðir drógu þann lærdóm af kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar að fjölþjóðasamvinna yrði að leysa tvíhliða viðskiptasamninga af hólmi til að tryggja sem mest viðskiptafrelsi. Andstæðingarnir sem þingmaðurinn kvartar undan eru fylgjandi þeirri hugmyndafræði. Það var Sjálfstæðisflokkurinn einnig, en nú er hann klofinn í því efni. Hvar er gamli tíminn? Og hvar er nýi tíminn? Niðurstaða Hafa verður í huga að Óli Björn Kárason er einn áhrifaríkasti hugmyndasmiðurinn í röðum ríkisstjórnarflokkanna. Samt sem áður er það svo að þessar umkvartanir sýna að hann verður að leggja sig miklu betur fram vilji hann raunverulega tengja hugmyndaheim ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins við nútímann og frjálslyndi. Í besta falli lýsa þessar umkvartanir umhyggju fyrir indælu (fyrri tíma) frjálslyndi í þágu hinna fáu.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Sumir málsvarar ríkisstjórnarinnar kvarta nú sáran undan því að í almennri umræðu um pólitík er æ sjaldnar sett samasemmerki milli ríkisstjórnarinnar og frjálslyndra hugmynda, en því oftar milli hennar og fortíðar og milli hennar og gæslu sérhagsmuna. Óli Björn Kárason lýsir þessum áhyggjum vel í nýlegri Morgunblaðsgrein. Þær virðast jafnvel þrúgandi þegar hann segir: „Frjálslyndar skoðanir fyrri tíma eru sagðar púkalegar og eigi ekki erindi við samtímann, hvað þá framtíðina.“ Þingmaðurinn nefnir síðan nokkur umkvörtunarefni sem hann telur að sýni villandi hugtakanotkun þeirra sem ekki fylgja ríkisstjórninni að málum.Fyrsta umkvörtun Í fyrstu umkvörtun sinni fjallar þingmaðurinn um stjórnlyndi og segir: „Góðhjartaðir stjórnmálamenn, undir fána hins nýfengna frjálslyndis, leggja verulega á sig að hafa vit fyrir samferðamönnum sínum. Í hugum þeirra er það lífsnauðsynlegt að „barnfóstran“ sé stöðugt á vaktinni svo almenningur fari sér ekki að voða.“ Mannanafnanefnd er ljómandi gott dæmi um opinbera barnfóstru af því tagi sem þingmaðurinn nefnir. Í vor fengu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tækifæri til þess að greiða atkvæði á Alþingi með því að segja henni upp. Langflestir þeirra greiddu atkvæði á móti. Þeir gátu sem sagt ekki hugsað sér að vera án barnfóstrunnar. Í þessu samhengi segir þingmaðurinn einnig: „Hið nýfengna frjálslyndi kallar á að skattar séu lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyggju enda almenningur stjórn og sinnulaus um eigin velferð og heilbrigði.“ Þetta er skrifað aðeins nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin, sem þingmaðurinn styður í einu og öllu, ákvað að skoða nánar tillögur um sykurskatt á alla mögulega framleiðslu nema þá sem Mjólkursamsalan stendur fyrir. Minnir á fyrri tíma þegar lagður var tollur á allar skóflur, nema flórskóflur. Önnur umkvörtun Í öðru umkvörtunarefni sínu segir þingmaðurinn að frjálslyndi samtímans felist í því að grafa undan krónunni. Það peningakerfi sem þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn eru að verja felur í sér að eigendur stóru útgerðarfyrirtækjanna mega starfa utan krónuhagkerfisins og njóta ávinnings af því. En verkafólkið sem hjá þeim vinnur er bundið í krónuhagkerfinu og þarf að færa þær fórnir sem því fylgja. Ég leyfi mér að efast um að þingmaðurinn trúi því sjálfur að sérhagsmunagæslu af þessu tagi megi tengja við nútímann og frjálslynda hugsun. Jafnvel í fullveldislögunum frá 1918 var ákvæði um aðild Íslands að Norræna myntbandalaginu. Sú aðild var eins og kunnugt er ein af helstu forsendum nýsköpunarbyltingarinnar í sjávarútvegi í byrjun síðustu aldar. Þriðja umkvörtun Þriðja umkvörtunarefni þingmannsins er að stöðugt þyngri álögur á sjávarútveginn séu kappsmál nútímalegs stjórnmálamanns. Fyrir utan hið sjálfsagða að fiskveiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar snýst ágreiningurinn um sjávarútveginn fyrst og fremst um tvennt: Þingmaðurinn, ríkisstjórnin og Miðflokkurinn vilja að veiðiréttur útgerðanna sé ótímabundinn en andstæðingarnir að hann sé afmarkaður í tíma. Þingmaðurinn vill að endurgjald útgerðanna felist í viðbótar tekjuskatti en andstæðingarnir vilja að verðmæti veiðiréttarins ráðist á markaði. Hvar er frjálslyndið? Hvar er nútíminn? Fjórða umkvörtun Fjórða umkvörtun þingmannsins er vegna þeirra vandræða sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin eiga í með þriðja orkupakkann. Þingmaðurinn snýr sig út úr því með því að segja: „Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt.“ Einföld afgreiðsla. En hvað ætli það sé í málflutningi andstæðinganna sem þingmaðurinn telur stangast á við fullveldi þjóðarinnar. Jú, það er að þrír flokkar í stjórnarandstöðu lýstu yfir fullum stuðningi við tillögu utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. Ég spyr bara í einfeldni minni: Finnst þingmanninum í alvöru að röksemdafærsla af þessu tagi sé frambærileg á 21. öld? Fimmta umkvörtun Í fimmta umkvörtunarefni sínu finnst þingmanninum að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sýni ekki nægjanlegt umburðarlyndi gagnvart öndverðum skoðunum innan hans um þriðja orkupakkann. Sannleikurinn er sá að vegna mikilla átaka innan Sjálfstæðisflokksins gat ríkisstjórnin ekki látið greiða atkvæði um málið fyrr en fullir tveir þingvetur voru liðnir. Þá fyrst og eðlilega var á það bent að álitamál væri hvort klofinn flokkurinn gæti valdið því mikilvæga verkefni í ríkisstjórn að viðhalda EES-samningunum. Sjötta umkvörtun Sjötta umkvörtunarefnið er að þingmanninum finnst að sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna sé eitur í æðum nýfrjálslyndra. Þó að þingmaðurinn tali ekki skýrt um hvað hann meinar með þessu má ætla að hann sé að tala gegn fjölþjóðasamvinnu en fyrir tvíhliða viðskiptasamningum í anda Brexit og Trumps. Flestar þjóðir drógu þann lærdóm af kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar að fjölþjóðasamvinna yrði að leysa tvíhliða viðskiptasamninga af hólmi til að tryggja sem mest viðskiptafrelsi. Andstæðingarnir sem þingmaðurinn kvartar undan eru fylgjandi þeirri hugmyndafræði. Það var Sjálfstæðisflokkurinn einnig, en nú er hann klofinn í því efni. Hvar er gamli tíminn? Og hvar er nýi tíminn? Niðurstaða Hafa verður í huga að Óli Björn Kárason er einn áhrifaríkasti hugmyndasmiðurinn í röðum ríkisstjórnarflokkanna. Samt sem áður er það svo að þessar umkvartanir sýna að hann verður að leggja sig miklu betur fram vilji hann raunverulega tengja hugmyndaheim ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins við nútímann og frjálslyndi. Í besta falli lýsa þessar umkvartanir umhyggju fyrir indælu (fyrri tíma) frjálslyndi í þágu hinna fáu.Höfundur er formaður Viðreisnar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun