Joe Jonas er 29 ára gamall og gerði garðinn frægan með bræðrum sínum í hljómsveitinni Jonas Brothers en hljómsveitin tók nýlega saman aftur og gáfu þeir út nýja plötu fyrr í mánuðinum. Sophie Turner er 23 ára gömul og sló í gegn sem Sansa Stark í þáttunum Game of Thrones.
Nap game strong.View this post on Instagram
A post shared by J O E J O N A S (@joejonas) on Jun 24, 2019 at 11:12am PDT
Athöfnin fór fram í kastala í Frakklandi en áður hafði parið eytt tíma í París og skoðað borgina. Á gestalistanum mátti finna stór nöfn í Hollywood, til að mynda fyrirsætan Ashley Graham, Dr. Phil og Game of Thrones-stjarnan Maisie Williams. Þá voru bræður Joe, Kevin og Nick, ásamt eiginkonum þeirra Danielle og leikkonunni Priyanka Chopra, að sjálfsögðu mættir.
Mikil leynd var yfir brúðkaupinu og hafa hjónin ekki birt neinar myndir frá athöfninni. Það var ekki fyrr en mynd af parinu birtist á Instagram-reikningi Turner sem dagsetningin kom í ljós eftir að Dr. Phil sjálfur bætti við athugasemdinni: „Róa sig! Ein vika til stefnu! Ha! Sjáumst í brúðkaupinu!“