Innlent

Útlit fyrir sól og allt að 22 stiga hita

Andri Eysteinsson skrifar
Gleði og hamingja um næstum allt land
Gleði og hamingja um næstum allt land Veðurstofan
Hæð vestur af landinu mun ráða mestu um veðrið í dag, laugardag einnar stærstu ferðahelgar ársins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Víða er útlit fyrir gott veður og eru það fregnir sem gleðja ættu þá Íslendinga sem héldu á hinar ýmsu bæjarhátíðir sem haldnar eru þessa helgina. Hlýjast verður á suðurlandi en þar gæti hitinn náð allt að 22 stigum en á landinu verður hitinn á bilinu 14-22 gráður í sól.

Íbúar á norðaustanverðu landinu munu hins vegar finna fyrr áhrifum lægðar við Jan Mayen sem gerir það að verkum að eitthvað verður af skýjum á himni, án úrkomu þó.

Á morgun verður áfram norðlæg átt og búast má við dálítilli rigningu norðanlands. Hiti verður enn mestur sunnanlands og gæti orðið um eða yfir 20 stig þegar best lætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×