Frelsið er yndislegt en það má alltaf gera betur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar