Minnkum kolefnissporin Teitur Guðmundsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Teitur Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun