120 frumvörp urðu að lögum á löngu þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 11:45 Frá þingi í vikunni þar sem var nóg um að vera áður en þingmenn fóru í sumarfrí. vísir/vilhelm Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis. Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis.
Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01
Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41
Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56