Endurfundir Lady Gaga og Bradley Cooper ólíklegir í bili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2019 11:01 Mikil innlifun þykir einkenna frammistöðu Lady Gaga og Bradley Cooper þegar þau stíga saman á stokk. Hér eru þau á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn febrúar. Vísir/Getty Einn skipuleggjenda Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar, Emily Eavis, hefur vísað á bug orðrómum þess efnis að Lady Gaga og Bradley Cooper verði leynigestir á hátíðinni í ár. Því hafði meðal annars verið velt upp af bresku útvarpskonunni Edith Bowman. Gaga og Cooper hafa átt farsæla ferla, hún sem söngkona og hann sem leikari, en á síðasta ári sameinuðu þau krafta sína í kvikmyndinni A Star Is Born þar sem þau seildust inn á svið hvors annars. Myndin naut gríðarlegra vinsælda, þá sérstaklega tónlistin úr henni. Lagið Shallow hlaut meðal annars náð fyrir augum Óskarsverðlaunadómnefndarinnar og vann í flokki besta lags á hátíðinni í febrúar. Alls var myndin tilnefnd til átta verðlauna. „Ég gæti vitað um eitt [óvænt atriði], ég gæti ekki mögulega sagt frá,“ sagði Bowman í þættinum Sunday Brunch á útvarpsstöðinni Channel 4. „Bradley Cooper var gestur í hlaðvarpinu mínu. Hann var að tala um A Star Is Born, og þegar ég talaði við hann sagði ég að mig langaði bara að sjá þau [Cooper og Gaga] taka gigg, þú veist, spila í beinni.“ Að sögn Bowman tók Cooper vel í þá hugmynd og greindi frá því að hann og Gaga hafi verið í viðræðum við skipuleggjendur Glastonbury um að koma fram á hátíðinni, sem hefst einmitt á miðvikudaginn. Við þessar fregnir glöddust margir netverjar enda aðdáendahópur myndarinnar stór og eftirvæntingin eftir sameiningu Cooper og Gaga á stóra sviðinu mikil.Ekkert verður af „leyniatriðinu“ Emily Eavis, skipuleggjandi Glastonbury, var þó fljót að slökkva tilhlökkunarelda æstra aðdáenda en í dag tísti hún því að ekki stæði til að Cooper og Gaga kæmu fram á hátíðinni. „Áður en þetta fer úr böndunum… svarið er nei, þetta er ekki að fara að gerast.“Before this one gets out of control... the answer is no, that isn’t happening. (Although you can watch the amazing A Star Is Born in our Pilton Palais cinema tent at 4.30pm on Friday.) https://t.co/vUovpJAZuM — Emily Eavis (@emilyeavis) June 24, 2019 Margir aðdáendur Cooper og Gaga urðu eðlilega afar svekktir við þessar fregnir og klofin hjörtu og „grátkallar“ voru allsráðandi í Twitter-umræðu um málið. Orðrómar þess efnis að þau Gaga og Cooper eigi í ástarsambandi, eða að slíkt sé í uppsiglingu, hafa verið háværir í Hollywood. Samband þeirra og neistaflug í myndinni þykir bera þess merki að meira sé í gangi á milli þeirra heldur en sýnt er á hvíta tjaldinu. Það var síðan ekki til þess að slökkva slúðureldana þegar fréttir fóru að berast þess efnis að Cooper og unnusta hans, Irina Shayk, hefðu slitið sambandi sínu. Hvað sem mögulegu ástarsambandi Lady Gaga og Bradley Cooper líður er nokkuð ljóst að aðdáendur þurfa að bíða lengur en fram að Glastonbury til þess að sjá þau koma saman fram á nýjan leik. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni. 7. júní 2019 10:45 Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50 Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. 12. júní 2019 22:12 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Einn skipuleggjenda Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar, Emily Eavis, hefur vísað á bug orðrómum þess efnis að Lady Gaga og Bradley Cooper verði leynigestir á hátíðinni í ár. Því hafði meðal annars verið velt upp af bresku útvarpskonunni Edith Bowman. Gaga og Cooper hafa átt farsæla ferla, hún sem söngkona og hann sem leikari, en á síðasta ári sameinuðu þau krafta sína í kvikmyndinni A Star Is Born þar sem þau seildust inn á svið hvors annars. Myndin naut gríðarlegra vinsælda, þá sérstaklega tónlistin úr henni. Lagið Shallow hlaut meðal annars náð fyrir augum Óskarsverðlaunadómnefndarinnar og vann í flokki besta lags á hátíðinni í febrúar. Alls var myndin tilnefnd til átta verðlauna. „Ég gæti vitað um eitt [óvænt atriði], ég gæti ekki mögulega sagt frá,“ sagði Bowman í þættinum Sunday Brunch á útvarpsstöðinni Channel 4. „Bradley Cooper var gestur í hlaðvarpinu mínu. Hann var að tala um A Star Is Born, og þegar ég talaði við hann sagði ég að mig langaði bara að sjá þau [Cooper og Gaga] taka gigg, þú veist, spila í beinni.“ Að sögn Bowman tók Cooper vel í þá hugmynd og greindi frá því að hann og Gaga hafi verið í viðræðum við skipuleggjendur Glastonbury um að koma fram á hátíðinni, sem hefst einmitt á miðvikudaginn. Við þessar fregnir glöddust margir netverjar enda aðdáendahópur myndarinnar stór og eftirvæntingin eftir sameiningu Cooper og Gaga á stóra sviðinu mikil.Ekkert verður af „leyniatriðinu“ Emily Eavis, skipuleggjandi Glastonbury, var þó fljót að slökkva tilhlökkunarelda æstra aðdáenda en í dag tísti hún því að ekki stæði til að Cooper og Gaga kæmu fram á hátíðinni. „Áður en þetta fer úr böndunum… svarið er nei, þetta er ekki að fara að gerast.“Before this one gets out of control... the answer is no, that isn’t happening. (Although you can watch the amazing A Star Is Born in our Pilton Palais cinema tent at 4.30pm on Friday.) https://t.co/vUovpJAZuM — Emily Eavis (@emilyeavis) June 24, 2019 Margir aðdáendur Cooper og Gaga urðu eðlilega afar svekktir við þessar fregnir og klofin hjörtu og „grátkallar“ voru allsráðandi í Twitter-umræðu um málið. Orðrómar þess efnis að þau Gaga og Cooper eigi í ástarsambandi, eða að slíkt sé í uppsiglingu, hafa verið háværir í Hollywood. Samband þeirra og neistaflug í myndinni þykir bera þess merki að meira sé í gangi á milli þeirra heldur en sýnt er á hvíta tjaldinu. Það var síðan ekki til þess að slökkva slúðureldana þegar fréttir fóru að berast þess efnis að Cooper og unnusta hans, Irina Shayk, hefðu slitið sambandi sínu. Hvað sem mögulegu ástarsambandi Lady Gaga og Bradley Cooper líður er nokkuð ljóst að aðdáendur þurfa að bíða lengur en fram að Glastonbury til þess að sjá þau koma saman fram á nýjan leik.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni. 7. júní 2019 10:45 Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50 Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. 12. júní 2019 22:12 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni. 7. júní 2019 10:45
Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga. 10. júní 2019 20:50
Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. 12. júní 2019 22:12