Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. júní 2019 08:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á vordögum að framlög til málsins yrðu tryggð í fjárlögum. Fréttablaðið/Ernir Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15
Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00
Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00