Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 21:50 John Sanders sagði af sér í dag. Getty/Moneymaker John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30